Forsíðu kubbur Knattspyrna

Upphitun í félagsheimilinu fyrir stórleikinn gegn ÍA

📁 Forsíðu kubbur Knattspyrna 🕔13.May 2017

KR mætir ÍA í 3. umferð Pepsi-deildar karla á sunnudag kl. 17. KR og ÍA eru líklega sögufrægustu lið landsins og hafa háð marga eftirminnilega slagi í gegnum tíðina. Fyrir leik verður upphitun í félagsheimili KR sem hefst kl. 16. Kristján Finnbogason, leikjahæsti leikmaður meistaraflokks KR frá upphafi, verður sérstakur gestur í félagsheimilinu og mun spá í spilin fyrir leikinn og sumarið auk þess að segja frá sinni upplifun af ríg liðanna en Kristján spilaði fyrir bæði lið á sínum ferli. Þá verður hamborgarasalan á sínum stað auk þess sem Arnar Gunnlaugsson, aðstoðarþjálfari KR, mun tilkynna byrjunarliðið fyrir gestum í félagsheimilinu.

KR-IA

Við minnum á að hægt er að kaupa miða á leikinn á vefsíðu KR í gegnum www.kr.is/midasala

Deila þessari grein