Forsíðu kubbur Knattspyrna

Upphitun KR klúbbsins hefst 18.30 á morgun

📁 Forsíðu kubbur Knattspyrna, KR klúbburinn, Meistarafl. karla 🕔18.June 2017

KR mætir Breiðablik í stórleik 8. umferðar Pepsi-deilar karla á mánudagskvöld kl. 20. KR og Breiðablik hafa bæði verið í hópi sterkustu liða ársins undanfarin ár en farið hægar af stað í deildinni en stefnt var að. Því er mikið undir í leik liðanna að þessu sinni og allar forsendur fyrir hörkuleik.

DCZhwfHXgAIACHw1

KR-klúbburinn stendur fyrir upphitun í félagsheimilinu fyrir leik en upphitunin hefst kl. 18:30. Sem fyrr verða hamborgarar og drykkir til sölu í félagsheimilinu en þar að auki koma góðir gestir í heimsókn til að spjalla við stuðningsmenn.

 

Um 19:15 mun Arnar Gunnlaugsson, aðstoðarþjálfari KR, kynna byrjunarliðið og fjalla örstutt um uppleggið í leiknum. Í kjölfarið mætir Jökull I. Elísabetarson, Íslandsmeistari með KR 2002 og 2003, og mun ræða við stuðningsmenn um leik kvöldsins, stöðuna í Íslandsmótinu, reynslu sína af því að spila fyrir bæði KR og Breiðablik, og Willum Þór Þórsson sem þjálfara.

 

Við minnum á að hægt er að kaupa miða á leikinn á vefsíðu KR í gegnum www.kr.is/midasala/

Deila þessari grein