Forsíðu kubbur Knattspyrna

Yfirlýsing

📁 Forsíðu kubbur Knattspyrna 🕔28.July 2017

 

Yfirlýsing

 

Indriði Sigurðsson, fyrirliði KR, hefur ákveðið að leggja skóna á hilluna núna. Hann hefur glímt við meiðsli í allt sumar og er ákvörðunin samkvæmt ráðleggingum lækna og sjúkraþjálfara.

 

Indriði varð tvöfaldur meistari með KR árið 1999 og hélt í framhaldinu út í atvinnumennsku.  Hann snéri aftur til uppeldisfélagsins að loknum glæstum atvinnumannaferli fyrir keppnistímabilið í fyrra.

 

Knattspyrnudeild KR þakkar Indriða fyrir framlag hans inná knattspyrnuvellinum en mun engu að síður áfram njóta starfskrafta hans út þetta keppnistímabil, hið minnsta.

Deila þessari grein