Forsíðu kubbur Knattspyrna

Rúnar Kristinsson tekur við KR

📁 Forsíðu kubbur Knattspyrna, Knattspyrnudeild 🕔03.October 2017

Rúnar Kristinsson hefur verið ráðinn þjálfari KR en þetta var tilkynnt á fréttamannafundi rétt í þessu.

Rúnar tekur við liðinu af Willum Þór Þórssyni sem yfirgaf félagið á dögunum þar sem hann ætlar að bjóða sig fram til alþingis.

rk_kkRúnar og Kristinn við undirskriftina

Rúnar tók við þjálfun KR sumarið 2010 en liðið varð tvívegis Íslandsmeistari og þrívegis bikarmeistari undir hans stjórn. Hann hætti þá með liðið eftir tímabilið 2014.

Eftir það stýrði hann Lilleström í Noregi og svo Lokeren í Belgíu en hætti með síðarnefnda liðið í ágúst.

Rúnar samdi við KR til þriggja ára í dag en ekki hefur verið tekin ákvörðun um hver verður aðstoðarmaður hans með liðið.

 

(frétt tekin af fotbolti.net)

Deila þessari grein