Forsíðu kubbur Knattspyrna

Dómaranámskeið á fimmtudag

📁 Forsíðu kubbur Knattspyrna, Knattspyrnudeild 🕔20.November 2017

Dómaranámskeið n.k. fimmtudag í félagsheimili KR kl.19.45

Námskeiðið er haldið af KSÍ í samvinnu við KR og hefst kl. 19:45. Námskeiðið stendur í tvær klukkustundir

Á námskeiðinu er lögð aðaláhersla á knattspyrnulögin en auk þess verður einnig farið yfir ýmis konar kynningarefni, fræðsluefni, skýringar og skýringarmyndir.  Námskeiðinu lýkur með skriflegu prófi.

Námskeiðið er ókeypis.

Sá sem lýkur unglingadómaraprófi hefur rétt á að dæma í 4. flokki og neðar ásamt því að vera aðstoðardómari upp í 2. flokk, þeir sem standast svo prófið fá dómaraskírteini sem gefur t.a.m. frítt á alla leiki á Íslandi.

KR bíður upp á veitingarnar og drykki kringum kl.21:00.

Skráning er hafin á kr@kr.is  

Deila þessari grein