Forsíðu kubbur Knattspyrna

Björgvin skoraði sitt fyrsta mark

📁 Forsíðu kubbur Knattspyrna, Knattspyrnudeild 🕔05.December 2017

KR gerði jafntefli í gær við lið Blika í Egilshöll í gær. Björgvin Stefánsson skoraði sitt fyrsta mark fyrir félagið, fótbolti.net skrifaði þetta um leikinn í gær:

 

KR 1 – 1 Breiðablik
1-0 Björgvin Stefánsson
1-1 Kolbeinn Þórðarson

KR og Breiðablik gerðu 1-1 jafntefli í síðari leik kvöldsins í Bose mótinu en leikið var í Egilshöll.

Björgvin Stefánsson kom KR yfir eftir varnarmistök hjá Blikum. Björgvin opnaði þarna markareikning sinn með KR en hann kom til félagsins frá Haukum á dögunum.

Hinn ungi og efnilegi Kolbeinn Þórðarson jafnaði metin með flautumarki fyrir Blika.

Blikar unnu riðilinn með fjögur stig og leika til úrslita gegn Stjörnunni sem lagði Fjölni fyrr í kvöld.

Víkingur R. endaði í öðru sæti riðilsins með þrjú stig og KR í því neðsta með eitt stig. Ef KR hefði unnið leikinn í kvöld 1-0 þá hefðu Blikar samt farið í úrslitaleikinn á markatölu eftir 8-1 sigurinn á Víkingi R. á dögunum.

Deila þessari grein