Forsíðu kubbur Knattspyrna

Anna, Ingunn og Bettsy semja við KR

📁 Forsíðu kubbur Knattspyrna, Knattspyrnudeild, Meistarafl. kvenna 🕔09.January 2018

Anna Birna er hefur skrifað undir samning við KR út árið 2019, en hún kom til KR árið 2016 og hefur leikið vel á miðjunni.

Ingunn Haraldsóttir er 22 ára gamall miðvörður sem spilaði mjög stórt hlutverk í varnarleik KR síðastliðið sumar hún skrifaði einnig undir samning út árið 2019.

Bettsy Hasset kom til KR seinni hluta síðasta sumars og hefur gert samning út næsta sumar, hún mun væntanlega leiða sóknarleik liðsins en hún er í landsliði Nýja Sjálands.

Ingunn og Bettsy glaðar eftir að hafa skrifað undir samning

Anna Birna fyrir miðju fagnar marki síðastliðið sumar

Deila þessari grein