Forsíðu kubbur Knattspyrna

KR mætir Stjörnunni í Garðabæ í dag

📁 Forsíðu kubbur Knattspyrna, Knattspyrnudeild, Meistarafl. karla 🕔06.May 2018

KR leikur gegn Stjörnunni í 2. umferð Pepsi-deildar karla í dag. Leikurinn fer fram á Samsung-vellinum í Garðabæ og hefst klukkan 19:15. Ljóst er að KR-ingar munu mæta til leiks hungraðir í stig enda uppskeran úr fyrsta leik ansi rýr. Þó má taka ýmislegt jákvætt úr leiknum gegn Val þar sem KR-ingar léku lengst af agaðan varnarleik og tókst vel að loka á uppspil Valsmana. Þá skoraði KR glæsilegt mark gegn Val og bætti síðan 7 til viðbótar við í bikarleiknum gegn Aftureldingu á þriðjudag. Loks var stemningin í stúkunni hjá KR-ingum mjög góð á Valsvellinum og verður vonandi áframhald á því.

Deila þessari grein