Forsíðu kubbur Knattspyrna

KR býður flóttafólki á Alvogen-völlinn í sumar

📁 Forsíðu kubbur Knattspyrna, Knattspyrnudeild, Meistarafl. karla, Meistarafl. kvenna 🕔09.May 2018

KR, í samstarfi við Rauða krossinn á Íslandi, mun í sumar bjóða flóttafólki, sem hefur fengið alþjóðlega vernd hér á landi, árskort á heimaleiki KR í Pepsi-deildum karla og kvenna án endurgjalds. Víkingur Reykjavík kom á samstarfi milli knattspyrnuhreyfingarinnar og Rauða krossins fyrr í vor og brugðust KR-ingar við áskorun Víkinga um að taka þátt í verkefninu Leiðsögumenn flóttafólks, en verkefninu er ætlað að stuðla að gagnkvæmri aðlögun flóttafólks og heimamanna í íslensku samfélagi.

Anna Lára Steindal, verkefnastjóri hjá Rauða krossinum, og Magnús Þorlákur Lúðvíksson, stjórnarmaður í knattspyrnudeild KR

Deila þessari grein