2. flokkur karla

Ástbjörn Þórðarson lánaður til ÍA

📁 2. flokkur karla, Forsíðu kubbur Knattspyrna 🕔16.May 2018

Ástbjörn Þórðarson lánaður til ÍA

Ástbjörn framlengdi í vikunni samning sinn við KR um 2 ár.  Sama dag var gengið frá samkomulagi um að hann leiki með ÍA í sumar, að láni frá KR.  Ástbjörn, sem er 18 ára, er leikmaður meistaraflokks KR og á að baki tíu leiki, þar af 7 í Pepsídeildinni, auk 10 landsleikja með U-17 og U-19.

Ástbjörn er bakvörður að upplagi, en spilar líka sem kantmaður. Hann getur spilað hvort heldur sem er hægri eða vinstri stöður.

Ástbjörn er uppalinn KR-ingur og hefur unnið til fjölda Íslandsmeistaratitla með yngri flokkum KR, nú síðast með 2. flokki í fyrra.

Deila þessari grein