Forsíðu kubbur Knattspyrna

KR fær Víking í heimsókn á sunnudag

📁 Forsíðu kubbur Knattspyrna, Knattspyrnudeild, Meistarafl. karla 🕔29.June 2018

HM-pásunni í Pepsi-deild karla er lokið. Meistaraflokkur karla tekur á móti Víkingi Reykjavík í 11. umferð Pepsi-deildar karla á Alvogen-vellinum á sunnudag klukkan 19:15. Hafa má í huga að leikur KR gegn Fylki í 10. umferð á eftir að fara fram.

KR vann flottan 4-0 sigur í Keflavík í síðustu umferð og vonandi að liðið sé loksins almennilega komið í gang. Hafi KR áhuga á því að taka þátt í toppbaráttunni þegar líður á mótið er mikilvægt að liðið sigri í þessum leik gegn Víkingi. Það er bil í toppliðin en bilið er enn brúanlegt.

KR eru allir hvattir til þess að mæta á KR-völlinn og styðja við liðið. Áfram KR!

Sem fyrr er hægt að nálgast miða á http://www.kr.is/midasala

 

Deila þessari grein