Uncategorized

Karfan og Pepsi-deildin í eldlínunni í KR-hlaðvarpinu

📁 Uncategorized 🕔11.July 2018

Í KR-hlaðvarpi dagsins er rætt um körfuboltann sem framundan í Domino´s-deildinni og svo skoðum við Pepsi-deild karla og kvenna. Miklar breytingar verða í Domino´s-deildinni en kvennalið KR leikur í deild hinna besti, Domino´s-deildinni, á komandi tímabili.

Í karladeildinni er mættur nýr þjálfari, Ingi Þór Steinþórsson, sem mun púsla saman nýju liðið en Ingi er vel kunnugur í Vesturbænum eftir að þjálfa liðið á sínum tíma.

Podcastið er aðgengilegt á Apple Podcast, Google Music Play en einnig má smella á hlekkið hér að neðan.

KR-Podcast 14

Deila þessari grein