Forsíðu kubbur Knattspyrna

Pepsi-deild kvenna í kvöld á Alvogenvellinum

📁 Forsíðu kubbur Knattspyrna 🕔11.July 2018

Það er leikið í Pepsi-deild kvenna í kvöld en stelpurnar okkar fá HK/Víking í heimsókn á Alvogenvöllinn. Þetta er mikilvægur slagur í baráttunni um að halda sætinu í deildinni en KR er sem stendur í 9. sæti en HK/Víkingur er í 8. sætinu.

Við skulum fjölmenna á leikinn og styðja við bakið á KR en framundan er æsispennandi barátta um áframhaldandi veru í Pepsi-deildinni.

Allir sem einn!

Deila þessari grein