Forsíðu kubbur Knattspyrna

Ivan Aleksic semur við KR til 2 ára

📁 Forsíðu kubbur Knattspyrna, Knattspyrnudeild 🕔27.July 2018

Bakvörðurinn Ivan Aleksic hefur samið við KR til 2 ára.

Rúnar Kristinsson þjálfari KR sagði í samtali við Fótbolta.net að stefnan væri að lána Ivan í annað lið út þetta tímabil.

„Hann flutti til Íslands með kærustunni sinni sem á ættingja hér á landi og það er ástæðan fyrir því að hann kom til landsins.”

„Hann hefur æft með okkur undanfarnar þrjár vikur og hefur staðið sig vel. Hann er góður í fótbolta en hann er ekki í leikformi. Við vonumst til að við getum notað hann í framtíðinni,” sagði Rúnar en Ivan er 25 ára og hefur allan sinn feril leikið í Króatíu.

Hann hefur verið án félags undanfarna mánuði.

„Hugmyndin var að hjálpa honum af stað og lána hann og láta hann spila. Síðan sjáum við hvernig hann stendur sig og hvort þetta sé leikmaður sem getur hjálpað okkur í framtíðinni.”

Hann á að baki landsleiki með öllum yngri landsliðum Króatíu.

Deila þessari grein