Forsíðu kubbur Knattspyrna

KR mætir Fjölni á sunnudag

📁 Forsíðu kubbur Knattspyrna, Knattspyrnudeild, Meistarafl. karla, Uncategorized 🕔10.August 2018
KR mætir Fjölni á sunnudag

KR mætir Fjölni í 16. umferð Pepsi-deildar karla á Alvogenvellinum á sunnudag. Leikurinn hefst klukkan 18:00.

Sem fyrr er KR í baráttu um Evrópusæti en liðið situr sem stendur í 4. sæti deildarinnar sem er líklegt Evrópusæti þótt það ráðist af úrslitum bikarkeppninnar. Eftir tapið í Kópavogi á þriðjudag er smá fjarlægð í 3. sætið en með góðum síðasta þriðjungi í deildinni getur ýmislegt gert. Vert er að hafa í huga að KR hefur þegar leikið við öll liðin fyrir ofan sig og á 4 heimaleiki eftir.

Upphitun fyrir leikinn hefst skömmu fyrir klukkan 17 og verður matartorgið á sínum stað. Á sunnudag verður Indican-vagninn á svæðinu sem býður upp á ljúffengan indverskan mat en auk þess verða hinir sígilda KR-borgarar í boði inni í félagsheimili auk þess sem Bikarbarinn verður opinn.

Deila þessari grein