Forsíðu kubbur Knattspyrna

KR fær ÍBV í heimsókn á sunnudag – handhafar félagsskírteina geta tekið gest með

📁 Forsíðu kubbur Knattspyrna, Knattspyrnudeild, Meistarafl. karla 🕔22.August 2018

Meistaraflokkur karla fær ÍBV í heimsókn á Alvogen-völlinn í 18. umferð Pepsi-deildar karla sunnudaginn næstkomandi, þann 26. ágúst. Leikurinn hefst klukkan 14:00.

KR vann góðan útisigur á KA í síðustu umferð og situr liðið í 4. sæti deildarinnar þegar fimm umferðir eru óleiknar, 4. sætið mun að öllum líkindum gefa þátttökurétt í Evrópukeppni á næsta tímabili og því til mikils að vinna fyrir KR-inga að halda liðunum á eftir í töflunni fyrir aftan sig. Lengra er upp í toppbaráttuna og ólíklegt úr þessu að KR geri sig gildandi í henni þetta sumarið.

ÍBV hefur verið ágætis siglingu upp á síðkastið og unnið 3 af síðustu 4 leikjum. Fyrir vikið situr liðið í 8. sæti deildarinnar og virðist hafa slitið sig úr fallbaráttunni sem einkenndi liðið framan af sumri. Eyjamenn fóru illa með KR í fyrri umferðinni og unnu báða leiki liðanna í deildinni í fyrra. Því er svo sannarlega kominn tími á KR-sigur gegn Eyjamönnum.

Sem fyrr er hægt að kaupa miða á leikinn á https://www.kr.is/midasala

Handhafar félagsskírteina KR-klúbbsins geta boðið einum með sér á leikinn gegn ÍBV. Við sölu félagsskírteinanna í vor var auglýst að slíkt myndi gilda um 3 leiki í sumar. Leikurinn gegn ÍBV er annar af þeim þremur. Til upprifjunar líta félagsskírteinin svona út:

Deila þessari grein