Forsíðu kubbur Knattspyrna

Evrópuslagur í Hafnarfirði

📁 Forsíðu kubbur Knattspyrna, Knattspyrnudeild, Meistarafl. karla 🕔31.August 2018

Meistaraflokkur karla mætir FH í Hafnarfirði á sunnudag í 19. umferð Pepsi-deildarinnar. Leikir þessara liða hafa verið afar fjörugir undanfarin ár og oft mikill hiti á grasinu. Ekki kæmi á óvart ef leikurinn á sunnudag yrði eftirminnilegur enda um stórleik að ræða sem mun ráða miklu um hvort liðið leikur í Evrópukeppni á næsta tímabili. KR getur með sigri farið langt með að tryggja sér Evrópusæti. FH-sigur aftur á móti hleypir mikilli spennu í kapphlaupið sem mun þá vart ráðast fyrr en í lokaumferðinni. KR hefur gengið vel á móti FH síðustu ár og með góðum stuðningi úr stúkunni er ljóst að liðið hefur öll tækifæri til að vinna FH enda hefur Hafnarfjarðarliðið verið í basli upp á síðkastið. Fjölmennum á leikinn og styðjum vel við bakið á strákunum. Áfram KR!

 

Deila þessari grein