Forsíðu kubbur Knattspyrna

KR fær Keflavík í heimsókn á sunnudag

📁 Forsíðu kubbur Knattspyrna, Knattspyrnudeild, Meistarafl. karla 🕔14.September 2018

Meistaraflokkur karla fær botnlið Keflavíkur í heimsókn í Vesturbæinn í 20. umferð Pepsi-deildar karla á sunnudag. Flautað verður til leiks klukkan 14.

KR fékk skell á móti FH í síðustu umferð en um hríð hefur verið ljóst að liðið hefur að Evrópusæti að keppa í lokaumferðunum. KR er enn í bílstjórasætinu um 4. sætið en lítið má út af bregða í lokaumferðunum. Í það minnsta er ljóst að KR á fínt tækifæri að styrkja stöðu sína á sunnudag en Keflavíkurliðið hefur setið fast á botninum í allt sumar og hefur ekki unnið leik.

Hefðbundin leikdagsstemning verður á Alvogen-vellinum og KR-ingar hvattir til að fjölmenna á völlinn.

Deila þessari grein