Forsíðu kubbur Knattspyrna

Tuff á Íslandi

📁 Forsíðu kubbur Knattspyrna 🕔20.September 2018

KR ingar taka þátt í Tuff verkefni. Yfirþjálfarar knattspyrnudeildar mættu á Bessastaði ásamt iðkenndum

TUFF Á ÍSLANDI

Forseti tekur á móti fulltrúum TUFF á Íslandi. Innan vébanda alþjóðlegu samtakanna TUFF, The Unity of Faiths Foundation, eru ungmenni hvött til íþróttaiðkunar og þannig unnið gegn hvers kyns fordómum og misrétti. Í dag var því formlega fagnað að sex íþróttafélög vinna nú undir merkjum TUFF, Kópavogsfélögin Breiðablik og HK auk KR, Vals, Leiknis og ÍR úr Reykjavík. Börn sem stunda íþróttir í röðum þessara félaga sóttu viðburðinn í dag og sömuleiðis Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra, Michael Nevin, sendiherra Bretlands, Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri í Kópavogi, fulltrúar Reykjavíkurborgar og fleiri sem að verkefninu standa. (tekið af forseti.is)

Deila þessari grein