Forsíðu kubbur Knattspyrna

Sindri og Gunnar Þór áfram í KR

📁 Forsíðu kubbur Knattspyrna, Knattspyrnudeild, Tilkynningar á forsíðu 🕔08.November 2018

KR ingarnir Gunnar Þór Gunnarsson og Sindri Jensson hafa framlengt samning sinn við KR og munu leika áfram með KR liðinu amk næstu tvö árin.

Sindri kom í KR árið 2014 og hefur verið mikilvægur hlekkur í fínu liði KR undanfarin ár, Sindri varð bikarmeistari með KR árið 2014. Hann hefur leikið fimmtán leiki í deild og bikar, ásamt fjöldan allan af æfinga og undirbúningsleikjum.

Sindri hefur verið mikilvægur innan vallar sem utan síðan hann kom í KR

Gunnar Þór kom í KR árið 2011 varð strax Íslands- og bikarmeistari á sínu fyrsta ári í KR, bikarmeistari 2012, Íslandsmeistari 2013 og bikarmeistari 2014. Hann hefur leikið 108 leiki í deild og bikar og gert í þeim 3 mörk.

Gunnar Þór hefur leikið vel í vörn KR undanfarin ár.

 

 

Deila þessari grein