Forsíðu kubbur Knattspyrna

Theodór Elmar spilaði í sigri gegn Stjörnunni

📁 Forsíðu kubbur Knattspyrna, Knattspyrnudeild, Meistarafl. karla 🕔27.November 2018

KR lék gegn Stjörnunni í Kórnum í kvöld í Bose bikarnum.

Byrjunarlið KR var eftirfarandi:

Beitir,
Kennie Chopart, Skúli(Gunnar Þór), Finnur Tómas (Aron), Kristinn Jóns (Þorsteinn),
Ástbjörn (Óskar) , Elmar (Axel), Alex Freyr (Adolf) ,Pálmi (Tryggvi Snær), Ægir Jarl (Hjalti)
Björgvin (Örlygur)

Björgvin skoraði á fyrstu mínútu leiksins og eftir um hálftíma leik jafnaði fyrrum leikmaður KR, Þorsteinn Már Magnússon metin og staðan því 1-1, þannig stóðu leikar í hálfleik.

Á fyrstu mínútu seinni hálfleiks skoraði Pálmi Rafn og kom KR ingum yfir í 2-1, hann bætti svo við sínu öðru marki 12 mínútum síðar og staðan orðin 3-1 eftir 57 mínútna leik. Stjörnumenn minnkuðu muninn en undir lok leiksins tryggði Óskar Örn sigurinn 4-2 með bylmingsskoti fyrir utan teig.

Gangur leiksins:
Stjarnan 2 – 4 KR 
0-1 Björgvin Stefánsson (1 )
1-1 Þorsteinn Már Ragnarsson (30 )
1-2 Pálmi Rafn Pálmason (46 )
1-3 Pálmi Rafn Pálmason (57 )
2-3 Hilmar Árni Halldórsson (’67 )
2-4 Óskar Örn Hauksson (80 )

Lokatölur 4-2 fyrir KR og fer í úrslitaleikinn sem spilaður verður í næstu viku.

Það vakti athygli margra að Theodór Elmar Bjarnason var í byrjunarliði KR í kvöld og lék 75 mínútur á miðjunni. Hann er samningslaus og æfir með KR þessa dagana. Fótbolti.net tók viðtal við Elmar eftir leikinn og má sjá það hér:

Deila þessari grein