Forsíðu kubbur Knattspyrna

KR í sænsku B-deildinni

📁 Forsíðu kubbur Knattspyrna, Knattspyrnudeild 🕔29.November 2018

Við KR-ingar eigum fleir leikmenn í atvinnumennskunni en þá Albert, Rúnar Alex, Kjartan, Guðmundur Andri og Elmar sem alla jafna prýða fréttir ljósvakamiðla. KR-ingurinn, Nói Snæhólm Ólafsson hefur verið að gera það gott í sænska boltanum með lðii sínu Syrianska. Liðið endurheimti á dögunum sæti sitt í sænsku b deildinni eftir umspilsleiki við lið Varnamo.

Nói sem er 24 ára gamall varnarmaður spilaði upp yngri flokka KR. Nói spilaði 8 leiki með Syrianska í sumar en hann gekk til liðs við félagið í ágúst síðastliðnum. Þar áður hafði hann spilað með liðum Norrtalje, Frej og Nykopings .

Syrianskan er stórmerkilegt félag er nokkuð þekkt félag í Svíþjóð,  en félagið er að miklu leyti byggt upp á innflytjendum. Þannig er félagið stofnað af s innflytjendum og á félagið nokkuð stóran áhangendahóp víðsvegar um heiminn.

Á  árunum 2011-2013 lék liðið í efstu deild, þangað sem það stefnir nú aftur og nokkuð ljóst að við KR-ingar munum fylgjast vandlega með okkar manni.

Image result for nói snæhólm

Nói í leik með KR um árið

Deila þessari grein