Forsíðu kubbur Knattspyrna

Ólíver og Bjarki til Gróttu

📁 Forsíðu kubbur Knattspyrna, Knattspyrnudeild, Meistarafl. karla, Tilkynningar á forsíðu 🕔13.December 2018

Á dögunum gengu þeir Óliver Dagur Thorlacius og Bjarki Leósson til liðs við Gróttu sem síðastliðið sumar tryggði sér sæti í 1. deildinni eftir nokkurra ára dvöl í 2. deildinni. Óliver, sem er tvítugur að aldri, lék lykilhlutverk með Gróttu á miðjunni síðastliðið sumar en þá var hann í láni frá KR. Bjarki sem er varnarmaður var hins vegar í láni hjá Selfossi í 1. deild. Hlutskipti þeirra var hins vegar annað en þeir höfðu sætaskipti við Gróttu.

Það er ljóst að þeir félagar munu styrkja verulega Gróttuliðið en fyrir eru þar nokkir ungir og uppaldir KR-ingar sem mynda hryggjarstykkið í Gróttuliðinu sem er einmitt undir stjórn KR-inganna Óskars Hrafns Þorvaldssonar og Halldórs Árnasonar.

Við óskum drengjunum góðs gengis á nýjum vettvangi um leið og við þökkum þeim fyrir framlag sitt til félagsins. Þá væntum við þess að sjá þá áfram á KR-vellinum og vonandi í svarthvítri treyjunni áður en langt um líður.

Mynd frá Ragnheiður Agnarsdóttir.

Olíver á ófáa titlana í yngri flokkum KR

 

Mynd frá Anna Kristín.

Bjarki hefur einnig unnið ófáa titla fyrir yngri flokka KR.

Deila þessari grein