Forsíðu kubbur Knattspyrna

KR sigraði Aftureldingu í lokaleik ársins 2018

📁 Forsíðu kubbur Knattspyrna 🕔16.December 2018

KR sigraði Aftureldingu í æfingaleik á gervigrasi KR inga í gær (laugardag).

Byrjunarlið KR var skipað eftirfarandi leikmönnum:
Sindri(m),
Kennie Chopart, Aron Bjarki, Finnur Tómas(GunnarÞór), Arnór Sveinn(Pétur)
Adolf(Samúel), Tryggvi(ViktorMáni), Pálmi(Pablo), Óskar, Ástbjörn
Tobias Thomsen

Leikurinn var nokkuð þægilegur fyrir KR inga og skoraði Finnur Tómas glæsilegt mark eftir stutta hornspyrnu og lagði Ástbjörn upp markið, í framhaldi skoraði Tobias laglegt mark eftir fyrirgjöf frá Kennie, staðan var 2-0 í hálfleik.

Í seinni hálfleik gerði þjálfarateymið nokkrar breytingar Pálmi og Finnur Tómas komu útaf fyrir Pablo og Gunnar Þór. Það var ekki langt liðið á leikinn þegar Kennie skoraði og staðan 3-0, Kennie var svo aftur á ferðinni stuttu seinna þegar hann gaf á Tobias sem skallaði boltann laglega í markið 4-0 staðan eftir um 60 mínútna leik. Pétur (leikmaður 2.fl. kom inn fyrir Arnór Svein í vinstri bakvörð, hann hafði ekki verið lengi inn á þegar hann lagði upp mark fyrir Óskar Örn sem hafði sloppið einn innfyrir og staðan því 5-0. Annar leikmaður 2.fl kom síðar inn á Viktor Máni og skoraði hann 6 markið eftir undirbúning frá Tobias. Fleiri urðu mörkin ekki og 6-0 sigur staðreynd.

Gangur leiksins:

1-0 Finnur Tómas
2-0 Tobias
3-0 Kennie
4-0 Tobias
5-0 Óskar Örn
6-0 Viktor Máni

Nú tekur við smá jólafrí hjá leikmönnum og á nýju ári hefst svo Reykjavíkurmótið og Lengjubikarinn.

Deila þessari grein