Forsíðu kubbur Knattspyrna
Getraunakaffið fer af stað laugardaginn 19. janúar
Getraunaleikur KR hefst á ný laugardaginn 19. janúar. Leikurinn verður með hefðbundnu sniði og fer skráning fram í félagsheimili KR milli klukkan 10 og 12 á laugardag. Sem fyrr eru 2 saman í liði og er þátttökugjald fyrir tímabilið 5.000 krónur.
Það verður því getraunakaffi alla laugardaga í vetur milli klukkan 10 og 12. Heitt á könnunni og allir KR-ingar vitaskuld velkomnir.
Mynd: Aron Bjarki er ekki bara góður í fótbolta heldur getspakur líka