Forsíðu kubbur Knattspyrna

Úrslitaleikur Reykjavíkurmótsins á mánudagskvöld

📁 Forsíðu kubbur Knattspyrna, Knattspyrnudeild, Meistarafl. karla 🕔03.February 2019

Meistaraflokkur karla leikur til úrslita í Reykjavíkurmótinu á mánudagskvöld. Leikurinn er gegn Fylki og fer fram í Egilshöll. Blásið verður til leiks klukkan 20:00. KR er ósigrað í Reykjavíkurmótinu og sigraði Val 5-3 í undanúrslitum á fimmtudag. KR og Fylkir voru saman í riðli fyrr í mótinu og gerðu þá janftefli 2-2.

 

KR hefur oftast allra liða unnið Reykjavíkurmótið eða 38 sinnum og stefnir liðið að því að vinna í 39. skipti á mánudag. Næst á eftir KR koma Framarar með 27 titla.

 

Deila þessari grein