Forsíðu kubbur Knattspyrna

Reykjavíkurmeistarar 2019

📁 Forsíðu kubbur Knattspyrna, Knattspyrnudeild, Meistarafl. karla 🕔06.February 2019

Meistaraflokkur karla varð Reykjavíkurmeistari á mánudagskvöld þegar liðið lagði Fylki að velli 3-1. KR-ingar léku vel í fyrri hálfleik og komust 3-0 yfir og úrslitin í raun ráðin. Fylkismenn sóttu aðeins í sig veðrið í seinni hálfleik og tókst að minnka muninn en sigur KR var aldrei í hættu. Mörk KR-inga skoruðu Pablo Punyed, Kennie Chopart og Björgvin Stefánsson.

Þetta var í 39. sinn sem KR vinnur Reykjavíkurmótið en KR hefur unnið mótið langoftast allra liða. Fram koma næstir með 27 sigra í keppninni. Síðast vann KR mótið árið 2010.

 

Deila þessari grein