Forsíðu kubbur Knattspyrna

Andlát: Ian Ross

📁 Forsíðu kubbur Knattspyrna, Knattspyrnudeild, Meistarafl. karla, Tilkynningar á forsíðu 🕔10.February 2019

Okkar fyrrum þjálfari Ian Ross lést í dag.

Tekið af vef mbl:

Skot­inn Ian Ross, fyrr­ver­andi þjálf­ari knatt­spyrnuliða Vals, KR og Kefla­vík­ur er lát­inn, 72 ára gam­all.

Ross, sem spilaði meðal ann­ars með Li­verpool und­ir stjórn Bill Shank­ley, var leikmaður þar frá 1966 til 1972 og síðar lengst með Ast­on Villa og Peter­borough. Hann þjálfaði Val frá 1984-87 og und­ir hans stjórn varð Val­ur í tvígang Íslands­meist­ari.

Ross, eða Roscoe eins og hann var jafn­an kallaður, þjálfaði KR frá 1988-90 og Kefla­vík og stýrði hann liði Kefla­vík­ur tíma­bilið 1994. Hann þjálfaði jafn­framt enska liðið Hudders­field og skoska liðið Berwick Ran­gers, og þá stýrði hann liði Wol­ves til bráðabirgða í fimm deilda­leikj­um árið 1982 en hann hafði þá verið í þjálf­arat­eymi fé­lags­ins í þrjú ár.

Yfirlýsingu um það má finna á vef Liverpool.

https://www.liverpoolfc.com/news/announcements/337546-rip-ian-ross?fbclid=IwAR3e0lt4JHe7tTi_LX9CqbcLHmPT6p17_3NjljbHEk0vyskyCeZ8fctr0iQ

 

 

Deila þessari grein