Forsíðu kubbur Knattspyrna

Guðmunda Brynja gengur til liðs við KR

📁 Forsíðu kubbur Knattspyrna, Knattspyrnudeild, Meistarafl. kvenna 🕔15.February 2019

Guðmunda Brynja Óladóttir hefur samið við KR og mun leika með félaginu næstu tvö árin. Guðmunda kemur til KR úr Stjörnunni þar sem hún hefur leikið síðustu tvö tímabil en hún er uppalin á Selfossi.

Guðmunda er 25 ára framherji. Hún hefur leikið 15 landsleiki og skorað í þeim 1 mark. Fyrir Selfoss lék hún 131 leik og skoraði 64 mörk og fyrir Stjörnuna lék hún 40 leiki og skoraði 14 mörk.

Við bjóðum Guðmundu velkomna í KR og bindum miklar vonir við hana á næstu árum.

 

Þá hefur Sandra Dögg Bjarnadóttir gert tveggja ára samning við KR en hún kemur frá ÍR.  Sandra hefur leikið 110 meistaraflokksleiki og skorað í þeim 31 mark.  Við erum mjög ánægð með að fá Söndru til félagsins og bjóðum hana velkomna í KR.

 

Ennfremur framlengdu Ingibjörg markmaður liðsins, Betsy Hasset og Íris Sævarsdóttir samninga sína við félagið okkur til mikillar ánægju, enda sterkir og góðir liðsmenn þar á ferðinni.

Deila þessari grein