Forsíðu kubbur Knattspyrna

Sigur í æfingaleik í Bandaríkjunum

📁 Forsíðu kubbur Knattspyrna, Knattspyrnudeild 🕔18.February 2019

Sigur í æfingaleik í Bandaríkjunum.

KR hélt til Bandaríkjana föstudaginn s.l. þar sem þeir ætla að verja 12 dögum við bestu mögulegu aðstæður.

Í gærkvöld (sunnudag) léku KR ingar gegn Florida Gulf Coast University. Ekkert var skorað í fyrri hálfleik en í byrjun síðari hálfleik þá komust Florida Gulf yfir 1-0 en í framhaldi skoraði Ástbjörn 2 mörk og því 2-1 sigur staðreynd.

Byrjunarlið KR má sjá hér á myndinni: Efri röð: Finnur Tómas, Sindri (M), Ægir Jarl, Samúel, Arnór Sveinn, Tobias. Neðri röð: Ástbjörn, Örlygur, Hjalti, Tryggvi og Finnur Orri.

Aðrir sem tóku þátt í leiknum voru: Kennie Chopart, Alex Freyr, Óskar, Atli og Björgvin.

Næsti leikur KR úti er gegn New England sem leikur í MLS deildinni hann fer fram 23 febrúar og verður sá leikur sýndur á netinu, meira um það síðar.

Deila þessari grein