Forsíðu kubbur Knattspyrna

KR mætir Fylki í kvöld

📁 Forsíðu kubbur Knattspyrna, Knattspyrnudeild, Meistarafl. karla 🕔12.March 2019

KR mætir Fylki í Lengjubikar karla í kvöld. Leikurinn fer fram á heimavelli Fylkis, Wurth-vellinum, og hefst klukkan 19:00.

Liðin leika saman í 2. riðli Lengjubikarsins. Þar hefur KR unnið alla þrjá leiki sína til þess á meðan Fylkismenn hafa unnið tvo leiki og gert eitt jafntefli. Sigri KR leikinn tryggir liðið sér sigur í riðlinum og sæti í undanúrslitum Lengjubikarsins. Jafntefli setur KR í vænlega stöðu fyrir lokaleikinn á meðan Fylkissigur þýðir að Fylkir fer áfram með sigri gegn Víkingi Ólafsvík í lokaleik sínum.

 

Deila þessari grein