Forsíðu kubbur Knattspyrna

KR-hlaðvarpið aftur í loftið eftir frí

📁 Forsíðu kubbur Knattspyrna, Knattspyrnudeild 🕔17.March 2019

KR-hlaðvarpið er komið aftur í loftið eftir smá frí en núna verður það aftur á dagskrá reglulega.

Í þættinum í dag ræða þáttastjórnendurnir Hilmar Þór Norðfjörð, Ingvar Örn Ákason og Hjörvar Ólafsson um það sem er á döfinni hjá KR. Úrslitakeppnin í Domino´s-deild karla er handan við hornið, deildarkeppni í Domino´s-deild kvenna er að klárast og svo er farið að vora í lofti og fótboltinn kominn á fullt enda stutt í Íslandsmótið.

KR-hlaðvarpið verður reglulega á dagskrá og vonum við að fólk leggi eyrun við hlustir – enda ekki töluð vitleysan í hlaðvarpi Stórveldisins.

Þátturinn mun birtast á Apple Podcast og Google Play á næsta sólarhringnum en þangað til má hlusta á hann í hlekknum hér að neðan.

KR-hlaðvarp – Þáttur 23

Deila þessari grein