Forsíðu kubbur Knattspyrna

Úrslit Lengjubikarsins á sunnudag – KRÍA

📁 Forsíðu kubbur Knattspyrna, Knattspyrnudeild, Meistarafl. karla 🕔05.April 2019

Meistaraflokkur karla leikur til úrslita í Lengjubikarnum á sunnudag. Andstæðingurinn eru Skagamenn en liðin tvö hafa verið þau sterkustu á undirbúningstímabilinu í vetur. Leikurinn fer fram á Eimskipsvellinum í Laugardal (heimavelli Þróttar) og hefst klukkan 19:15.

 

Þetta er kærkomið tækifæri til að sjá KR vinna bikar og komast að því hvernig KR liðið kemur undan vetri. Þá svíkur góð KRÍA aldrei nokkurn mann enda mikil saga á milli félaganna.

 

Deila þessari grein