Forsíðu kubbur Knattspyrna

KR-ingar deildarbikarmeistarar í 8. skipti

📁 Forsíðu kubbur Knattspyrna, Knattspyrnudeild, Meistarafl. karla 🕔08.April 2019

Meistaraflokkur karla fagnaði í gærkvöldi sigri í Lengjubikarnum árið 2019. KR mætti ÍA í úrslitaleik keppninnar en bæði lið voru taplaus í 6 leikjum til þessa. Skemmst er frá því að segja að KR vann 2-1 í fjörugum leik en mörk KR skoruðu Pablo Punyed og Björgvin Stefánsson.

Þetta er í 8. skipti sem KR fagnar sigri í deildarbikar karla en KR hefur unnið keppnina oftast allra félaga.

Keppnisleikjum KR á undirbúningstímabilinu er þar með lokið en árangur liðsins hefur verið afar glæsilegur. Í vetur og vor hefur KR tekið þátt í þremur mótum – Bose-mótinu í desember, Reykjavíkurmótinu í janúar og febrúar auk Lengjubikarsins – og unnið þau öll. Í 15 leikjum hefur liðið unnið 13, gert 2 jafntefli og ekki tapað. Þá hefur liðið skorað 52 mörk en einungis fengið á sig 15. Vonandi gefur þetta góð fyrirheit um sumarið en þó er ljóst að engin stig vinnast í Íslandsmótinu fyrir árangur á undirbúningstímabilinu og því mikilvægt að KR-liðið gefi í þegar í alvöruna er komið.

Deila þessari grein