Forsíðu kubbur Knattspyrna

Páskanámskeið í fótbolta 15-18 apríl

📁 Forsíðu kubbur Knattspyrna, Knattspyrnudeild 🕔09.April 2019

Páska knattspyrnunámskeið KR
15. – 18. apríl 2019

Þriðja árið í röð heldur Knattspyrnudeild KR fótboltanámskeið um páskana fyrir stelpur og stráka á aldrinum 7 – 14 ára (2005-2012).

Áhersla er lögð á sérhæfingu leikmanna og tækni.
Námskeiðið er uppsett þannig að einn þjálfari vinnur með 8-10 manna hóp, þannig að hver iðkandi fái sem besta kennslu og er námskeiðið ætlað þeim sem vilja bæta tækni og leikskilning. Markmenn fá einnig sérhæfða þjálfun.

Námskeiðið er undir stjórn yfirþjálfara KR, Sigurðar Viðissonar en aðrir þjálfarar á námskeiðinu eru knattspyrnuþjálfarar KR og einnig eigum við von á góðum gestum í heimsókn.
Æfingar eru frá kl.9:00 – 11:30, á hverjum degi mánnudag til fimmtudags 15-18 apríl.
Verð fyrir námskeiðið er: 10.000 kr. Þátttakendur á námskeiðinu mæta með nesti og er hlé á námskeiðinu frá 10.00-10:30 þar sem iðkendur geta borðað nesti og slakað á.

Yfir 60 iðkendur sóttu námskeiðið í fyrra og við vonumst eftir góðri þátttöku í ár.
Skráning fer fram í gegnum félagakerfið KR: kr.felog.is
Vinsamlegast takið fram í athugasemd ef þátttakandi er markmaður.
Greitt er inn á bankareikning 0137-05-62614, 591184-0169

 

Deila þessari grein