Forsíðu kubbur Knattspyrna

KR-hlaðvarpið: Ingi Þór fer yfir stöðu mála og sumarið er handan við hornið

📁 Forsíðu kubbur Knattspyrna 🕔13.April 2019

Í KR-hlaðvarpsþætti dagsins er góður gestur en það er Ingi Þór Steinþórsson, þjálfari KR, sem ræðir leikinn í kvöld gegn Þór Þorlákshöfn en staðan er jöfn í einvígi liðanna. Hann fer einnig yfir málin í kvennakörfunni en kvennaliðið vann góðan sigur á Val í seinasta leik og mætast liðin á morgun, sunnudag, í DHL-höllinni.

Það eru þeir Hilmar Þór Norðfjörð, Ingvar Örn Ákason og Hjörvar Ólafsson sem stjórna KR-hlaðvarpinu sem áður en eins og alþjóð veit þá er ekki töluð vitleysan í Vesturbænum.

Hægt er að nálgast KR-Hlaðvarpið á Apple PodcastPlayer FM (Android) og með því að smella hérna.

 

Deila þessari grein