Forsíðu kubbur Knattspyrna

Ársmiðasala í fullum gangi

📁 Forsíðu kubbur Knattspyrna, Knattspyrnudeild, Meistarafl. karla, Meistarafl. kvenna 🕔17.April 2019

Ársmiðasalan hjá KR er kominn á fullt en KR-klúbburinn er með óbreytt fyrirkomulag á ársmiðasölunni frá því í fyrra.

Í ár eru tvær áskriftaleiðir hjá KR-klúbbnum en nánari upplýsingar má finna á https://www.kr.is/midasala/

1) Hægt er að skrá sig í mánaðarlegar greiðslur og hljóta fyrir vikið:

– Félagsskírteini merkt með nafni sem veitir aðgang á alla heimaleiki KR í efstu deildum karla og kvenna sumarið 2018

– Á þremur sérstaklega auglýstum leikjum meistaraflokks karla geta handhafar boðið einum gesti með sér á völlinn

– Aðgangur að léttum veitingum í félagsheimili í hálfleik á heimaleikjum meistaraflokks karla

– Aldrei bið í miðasöluröðunni

Kostnaður er 1.670 krónur á mánuði í 12 mánuði. Samtals 20.040 krónur fyrir 24 leiki (með 3 boðsmiðum). Til að fá skírteini merkt með nafni fyrir sumarið 2018 þarf að skrá sig í síðasta lagi 1. maí en ella fá ómerkt skírteini.

2) Hægt er að staðgreiða fyrir leikjahefti og hljóta fyrir vikið:

– Miðahefti sem gefur aðgang að 11 leikjum hjá meistaraflokki karla og 9 leikjum hjá meistaraflokki kvenna

– Hægt er að sleppa sumum leikjum en bjóða með sér á aðra, þ.e., miðarnir miðast ekki við einstaka leiki

– Aðgangur að léttum veitingum í félagsheimili í hálfleik á heimaleikjum meistaraflokks karla

– Aldrei bið í miðasöluröðinni

Kostnaður er 20.000 krónur fyrir 21 leik

Hægt er að skrá sig í KR-klúbbinn án tafar á https://www.kr.is/midasala/ en þar að auki verður sala á staðgreiddum leikjaheftum auglýst á næstu dögum en hún mun fara fram í aðdraganda fyrsta heimaleiks KR sem fer fram 5. maí

Deila þessari grein