Forsíðu kubbur Knattspyrna

Afhending ársmiða

📁 Forsíðu kubbur Knattspyrna, Knattspyrnudeild, Meistarafl. karla, Meistarafl. kvenna 🕔03.May 2019

Ársmiðar fyrir tímabilið eru komnir úr prentun. Ársmiðahafar geta nálgast miða sína fyrir leik KR og ÍBV á sunnudag en afhendingin fer fram í félagsheimilinu frá klukkan 15:00.

Komist ársmiðahafar ekki á leikinn á sunnudag verða miðarnir framvegis aðgengilegir í KR-heimilinu á skrifstofutíma eða fyrir leiki meistaraflokks karla.

Áhugasamir geta enn tryggt sér ársmiða á KR-völlinn og þar með styrkt félagið með því að fara inn á http://www.kr.is/midasala en þar er sömuleiðis hægt að kaupa miða á einstaka leiki á Meistaravöllum í sumar. Þá verður hægt að staðgreiða fyrir ársmiðahefti á leiknum á sunnudag.

Deila þessari grein