Forsíðu kubbur Knattspyrna

Úrslit liggja fyrir í vorleik KR getrauna

📁 Forsíðu kubbur Knattspyrna, Knattspyrnudeild 🕔03.May 2019

Vorleik KR-getrauna lauk síðastliðinn laugardag og fyrir vikið voru sigurvegarar krýndir. Í þetta sinn kepptu Marching On (Haraldur Haraldsson og Símon Gísli Ólafsson) og Gunnvör (Gunnar Felixson) til úrslita. Bæði lið nældu sér í 10 leiki rétta í úrslitaeinvíginu en Marching On unnu keppnina á grundvelli þess að vera með einn útisigur réttan.

KR-getraunir munu fara aftur af stað af krafti með haustinu. Meira um það síðar.


Deila þessari grein