Forsíðu kubbur Knattspyrna

Átak í dómaramálum hjá yngri flokkum fótboltans

📁 Forsíðu kubbur Knattspyrna, Fréttir, Knattspyrnudeild 🕔23.January 2020

Við KR ingar ætlum nú að taka höndum saman og koma dómgæslu yngri flokka félagsins í betra horf. Við leitum því að áhugasömum einstaklingum sem eru tilbúnir að mæta á KR svæðið nokkrum sinnum yfir veturinn/sumarið og taka þátt í því að búa til sem flottustu umgjörð fyrir yngri flokka félagsins og taka að sér dómgæslu/línuvörslu. Einu skilyrðin til að byrja með eru að viðkomandi séu í nægilega góðu líkamlegu standi til þess að geta dæmt. 

Þrátt fyrir að um sjálfboðaliðastarf sé að ræða þá munu þessu fylgja ýmis fríðindi sem nýtast ætti öllum KR ingum sem hafa áhuga á þessu verkefni með okkur. 

Fríðindin eru svohljóðandi:

Dómari dæmir/lína 3x leiki í 11 manna bolta eða 5x leiki í 8 manna bolta. 1 stakur Gullmiði á heimaleik meistaraflokks KR sumarið 2020.

Dómari dæmir/lína 5x í 11 manna bolta eða 8x í 8 manna bolta. 2 stakir Gullmiðar á heimaleiki meistaraflokk KR sumarið 2020. 

Dómari dæmir/lína 10x leiki í 11 manna bolta eða 13x í 8 manna. 4 stakir Gullmiðar á heimaleiki meistaraflokks karla sumarið 2020.

Þeir sem koma inn í þetta verkefni með okkur fá einnig 20% afslátt af árskorti á heimaleiki KR (kk&kvk) sumarið 2020. 

Í haust munum við síðan halda grillveislu þar sem gert verður vel fyrir þennan hóp í mat og drykk.

Þeir sem hafa áhuga á þessu með okkur mega hafa samband á audunn@kr.is 

Deila þessari grein