Forsíðu kubbur Knattspyrna

Ellert B. Schram – heiðursfélagi KR

📁 Forsíðu kubbur Knattspyrna, Knattspyrnudeild 🕔23.January 2020

Ellert B. Schram – heiðursfélagi KR.

 

Á Þorrablóti vesturbæjar þann 18. janúar sl. var Ellert B. Schram sæmdur Stjörnu KR og gerður heiðursfélaga KR. Ellert B. Schram fæddist í Reykjavík þann 10. október 1939, eiginkona hans er Ágústa Jóhannsdóttur og samtals eiga þau sjö börn.

KR veitir nokkur heiðursmerki en útnefning heiðurfélaga er æðsti heiður sem félagið veitir. Stjarna KR er veitt fyrir einstakt framlag í þágu félagsins.

Með því að útnefna Ellert B. Schram heiðursfélaga KR vilja KR-ingar sýna í verki þann hug sem félagið ber til Ellerts með þakklæti fyrir allt sem hann hefur gert fyrir gamla góða KR og íþróttastarf á Íslandi.

Íþróttaferill Ellerts er glæsilegur. Ellert lék 16 ár með mfl KR, lék 132 leiki á Íslandsmótinu og skoraði í þeim 63 mörk. Þetta met stóð í 48 ár eða þangað til í fyrrasumar. Alls lék hann 270 leiki með KR og skoraði 120 mörk.

En til að stikla á stóru varðandi starf Ellerts fyrir íslenska- og erlenda íþróttahreyfingu þá var hann fyrirliði KR, lék 23 landsleiki og skoraði 6 mörk, hampaði fimm Íslandsmeistaratitlum, sjö bikarmeistaratitlum, markmaður í handboltaliði KR, þá var hann í stjórn knattspyrnudeildar KR í 10 ár, formaður deildarinnar í tvö ár, þjálfaði meistaraflokk KR 1972, ritstjóri KR blaðsins á sjötta og sjöunda áratugnum, ritstjóri bókar um 100 ára sögu KR, formaður KSí frá 1973-1989, varaforseti ÍSÍ og síðar forseti sambandsins 1990-2006, starfaði fyrir knattspyrnsamband Evrópu, UEFA í 33 ár, hann var varformaður UEFA 1984 – 1986. Ellert er heiðursforseti ÍSÍ og heiðursformaður KSÍ og nú bætist við heiðursfélagi KR.

 

Eins og sést á þessari upptalningu hefur Ellert helgað starfskröftum sínum íslenskri íþróttahreyfingu í áratugi. Það er KR ingum mikill heiður og sönn ánægja að sæma Ellert þeirri æðstu viðurkenningu sem félagið veitir.

Deila þessari grein