Forsíðu kubbur Knattspyrna

Hrafnkell Goði og Styrmir á U16 æfingar

📁 Forsíðu kubbur Knattspyrna, Fréttir, Knattspyrnudeild 🕔30.January 2020

KR ingarnir Hrafnkell Goði Halldórsson og Styrmir Máni Kárason úr 3. flokki hafa verið valdir í úrtaksæfingar fyrir U-16 ára landslið Íslands.

Hópurinn kemur saman undir stjórn Davíðs Snorra Jónssonar, landsliðsþjálfara dagana 10.-12. febrúar.  Bæði Hrafnkell Goði og Styrmir hafa fengið leiki með 2. flokki í Reykjavíkurmótinu undanfarið og staðið sig vel ásamt því að vera í verkefnum með sínum 3. flokki.

Heimasíðan óskar drengjunum góðs gengis á æfingunum.

Hrafnkell Goði markmaður í leik á Rey Cup.

Styrmir Máni í leik gegn Stjörnunni.

 

Dagskrá æfinganna frá KSÍ.

Deila þessari grein