Forsíðu kubbur Knattspyrna

Jóhannes Kristinn og Patrik í úrtakshóp U15

📁 Forsíðu kubbur Knattspyrna, Fréttir, Knattspyrnudeild 🕔04.February 2020

KR ingarnir Jóhannes Kristinn Bjarnason og Patrik Thor Pétursson, leikmenn 3.fl.KR, hafa verið valdir á úrtaksæfingar fyrir U15 ára landslið Íslands. Æfingarnar fara fram dagana 12.-14. febrúar undir stjórn Lúðvíks Gunnarssonar landsliðsþjálfara.

Bæði Jóhannes og Patrik spiluðu stórt hlutverk með 3.fl. síðastliðið sumar þegar 3.fl. varð Íslandsmeistari, þá voru þeir á eldra ári í 4.fl. Jóhannes var markahæstur og Patrik stóð vaktina í vörninni.

Heimasíðan óskar þeim góðs gengis í komandi verkefnum.

 

Jói í úrslitaleiknum gegn Fjölni sl haust.

 

Patrik í sama leik.

Myndir eftir Sigurjón Ragnar.

Deila þessari grein