Forsíðu kubbur Knattspyrna

Tvær ungar og efnilegar til liðs við KR

📁 Forsíðu kubbur Knattspyrna, Knattspyrnudeild 🕔07.February 2020

Karólína Jack kemur frá Víkingi

Karólína Jack fyrrum leikmaður HK/Víkings hefur samið við knattspyrnudeild KR til þriggja ára.  Karólína er uppalin í Víking og á að baki 55 meistaraflokksleiki með HK/Víking og skoraði í þeim 13 mörk.  Þá hefur hún leikið með öllum yngri landsliðum Íslands og skorað í þeim 3 mörk.  Karólína er að jafna sig eftir krossbandaslit á æfingu síðastliðið haust og gengur endurhæfingin vel en þó eru ekki líkur á að hún taki þátt í leikjum KR á komandi tímabili.  Að fá þennan unga og efnilega leikmann til KR er liður í uppbyggingastarfi félagsins og um leið og við bjóðum Karólinu velkomna í KR væntum við mikils af henni í framtíðinni.


Karólína og Ragna Lóa þjálfari.

Þá samdi annar ungur og efnilegur leikmaður, Inga Laufey Ágústsdóttir, nýlega við KR.  Inga Laufey kemur frá Aftureldingu hvar hún spilaði upp yngri flokka félagsins og 57 leiki með meistaraflokki Aftureldingar.  Hún á líka að baki leiki með yngri landsliðum Ísland.  Þess má til gamans geta að Inga Laufey er dóttir fyrrum leikmanns KR, Ágústs Más Jónssonar.  Hún lék sinn fyrsta leik með KR í sigri á  Fjölni í Reykjavíkurmótinu  23. jan síðastliðinn.  Innilega velkomin í KR Inga Laufey!

Inga Laufey til hægri ásamt öðrum ungum leikmanni í KR,  Fehimu Líf Purisevic

 

Deila þessari grein