Forsíðu kubbur Knattspyrna

Birgir Steinn, Jóhannes og Styrmir á U16 æfingar

📁 Forsíðu kubbur Knattspyrna, Fréttir, Knattspyrnudeild 🕔09.March 2020

KR ingarnir Birgir Steinn Styrmisson og Jóhannes Kristinn Bjarnason og Styrmir Máni Kárason, leikmenn 3.fl. KR hafa verið valdir á úrtaksæfingar fyrir U16 ára landslið Íslands. Æfingarnar fara fram í Skessunni í Hafnarfirði dagana 9.-11. mars undir stjórn Davíðs Snorra Jónassonar landsliðsþálfara.

Birgir Steinn og Styrmir eru fæddir árið 2004 Jóhannes Kristinn er fæddur árið 2005. Allir hafa þeir spilað leiki með 2.flokki undanfarið auk þess sem Birgir og Jóhannes hafa farið í landsliðsverkefni erlendis í vetur, Birgir fór með U17 og Jói með U15.

Flottir fulltrúar KR í hópnum og við óskum þeim félögum góðs gengis á æfingunum.

 

Birgir Steinn Styrmisson

Jóhannes Kristinn Bjarnason

Styrmir Máni Kárason

 

Deila þessari grein