Forsíðu kubbur Knattspyrna

KR-Leiknir R. í Lengjubikarnum í kvöld

📁 Forsíðu kubbur Knattspyrna, Fréttir, Knattspyrnudeild 🕔10.March 2020

KR tekur á móti Leikni Reykjavík í fjórðu umferð Lengjubikarsins í kvöld. Leikurinn fer fram á gervigrasi okkar KR-inga við Meistaravelli og hefst hann klukkan 19:00.

KR hefur farið vel á stað í Lengjunni og hefur unnið alla sína þrjá leiki, gegn ÍA, Leikni F. og Aftureldingu. Þetta verður þriðji leikur KR eftir að þeir komu heim úr æfingaferð sinni á Florida.

Leiknismenn hafa sömuleiðis spilað þrjá leiki, unnið einn og tapað tveimur.

Það er frábært veður í Vesturbænum í kvöld og hvetjum við alla KR-inga til þess að rölta út á gervigras og sjá okkar menn spila.

 

 

 

 

Deila þessari grein