Forsíðu kubbur Knattspyrna

Þorsteinn Örn semur til 3 ára

📁 Forsíðu kubbur Knattspyrna, Knattspyrnudeild 🕔17.March 2020

Bakvörðurinn Þorsteinn Örn Bernharðsson hefur framlengt samning sinn við KR til ársins 2022.

Þorsteinn kom til KR árið 2018 frá Fram. Þorsteinn spilaði á sl. tímabili hjá Haukum er hann var lánaður til félagsins og lék hann 16 leiki í Inkasso-deildinni.

Á yfirstandandi undirbúningstímabili hefur Þorsteinn tekið þátt  í 9 leikjum og lék hann m.a. leikina í Bandaríkjunum gegn Orlando City og FC Cincinatti.

Þorsteinn hefur tekið miklum framförum að undanförnu og vildu þjálfarar mfl. verðlauna hann með nýjum samningi.

Líklegt þykir að Þorsteinn verði lánaður á komandi keppnistímabili.

 

Deila þessari grein