Forsíðu kubbur Knattspyrna

#inniKRingur

📁 Forsíðu kubbur Knattspyrna, Knattspyrnudeild 🕔23.March 2020

INNI KR-INGUR

Þar sem allar æfingar í knattspyrnu falla niður næstu misseri höfum við brugðið á það ráð að koma upp æfingum sem iðkendur geta framkvæmt heima fyrir.
Verkefnið mun heita #inniKRingur og lýsir þér þannig að við setjum út æfingar á Instagram síðu KR sem þið gerið heima fyrir og birtið svo sjálf á Instagram (ef þið viljið) og merkið með #inniKRingur. Einnig er flott að geta til í hvaða flokk iðkandinn er í.

Á meðan á þessu tímabili stendur ætlum við að verðlauna einn iðkanda á viku með KR æfingagalla.

Þetta er fyrst og fremst æfingabanki og hvatning fyrir unga og áhugasama iðkendur að halda áfram að æfa við nýjar aðstæður á meðan á þessu tímabili stendur. Við hvetjum alla til þess að gera æfingarnar að minnsta kosti einu sinni á dag.

Pálmi Rafn Pálmason leikmaður Íslandsmeistara KR ríður á vaðið með nokkur mikilvæg skilaboð til allra KR-inga ásamt því að sýna frá fyrstu heimaæfingunni.

Instagram KR: krreykjavik1899

Gangi ykkur vel og áfram KR!

Ath – ekki er ætlast til þess að þeir iðkendur sem eru undir 13 ára sæki Instagram fyrir þetta verkefni heldur fá þeir að sjá æfingarnar hjá foreldrum sínum.

Deila þessari grein