Forsíðu kubbur Knattspyrna

Keppnisferð til Danmerkur 1987

📁 Forsíðu kubbur Knattspyrna, Knattspyrnudeild 🕔26.March 2020

Árið 1987 fór 4. flokkur karla KR í keppnisferð til Danmerkur þar sem við tókum þátt í Odshered Cup. Mig minnir að þetta hafi verið fyrsta keppnisferðin okkar út fyrir landsteinana og allir mjög spenntir. Við höfðum æft gríðarlega vel til að undirbúa okkur sem best fyrir mótið. Það erfiði og dugnaður okkar skilaði sér og til að gera mjög langa sögu stutta þá unnum við mótið. Myndirnar hérna að neðan eru myndir af sigurliði mótsins með hinn forláta og sérstaka verðlaunabikar.

Æfingar skipta miklu máli, öðruvísi verður maður ekki betri. Núna þurfum við að sameinast í því að fylgja fyrirmælum yfirvalda og því geta engar æfingar verið hjá okkur í K.R. En við megum ekki láta það stoppa okkur. Núna verðum við að nota tækifærið og æfa öðruvísi, ekki. Fáum hugmyndir frá öðrum, skoðum æfingar á netinu og gerum okkur sterkari.
Nú á aldrei betur við að standa saman, ALLIR SEM EINN! Áfram KR, áfram Ísland!

Efri röð frá vinstri. Helgi K. Helgason, Kristinn Kjærnested, Jón Páll Leifsson, Gústaf Elíi Teitsson, Einar Baldvin Árnason, Ívar Örn Reynisson, Flóki Halldórsson, Sigþór Gunnar Sigþórsson.
Neðri röð frá vinstri. Ásgeir Guðnason, Mikael Nikulásson, Jón Agnar , Sigurður Ómarsson, Sigurður Örn Jónsson og Sigurður Guðjónsson.

Deila þessari grein