Forsíðu kubbur Knattspyrna

Birgir Steinn semur við KR

📁 Forsíðu kubbur Knattspyrna, Fréttir, Knattspyrnudeild 🕔28.May 2020

Birgir Steinn Styrmisson hefur skrifað undir samning við KR. Birgir Steinn, sem er fæddur árið 2004, er leikmaður 3.fl. KR. Hann var Íslandsmeistari í fyrra með 3.flokki karla, þá á yngra ári en hann spilaði lykilhlutverk í liðinu.
Birgir Steinn hefur einnig leikið með 2.flokki félagsins ásamt því að vera bæði í U16 og U17 ára landsliði Íslands.

Við óskum Birgi til hamingju með samninginn og það verður spennandi fyrir KR inga að fylgjast með Birgi í komandi verkefnum fyrir félagið.

 

Birgir við undirskrift.

 

Birgir Steinn og Sigurður Örn Jónsson úr Barna og unglingaráði

Deila þessari grein